Fyrstur til að syngja á íslensku

Hjörtur Traustason er fyrsti þátttakandinn í The Voice sem syngur á íslensku, en í fyrsta þætti beinu útsendinganna söng hann lagið Leiðin okkar allra með hljómsveitinni Hjálmum. Lagið hefur verið vinsælt á Íslandi en er einna þekktast fyrir að vera inngöngulag bardagakappans Gunnars Nelson í UFC bardagakeppninni.

Hjörtur Traustason hefur lítið sem ekkert unnið við söng eða komið fram einn. Hann syngur í kórnum Fjallabræðrum en þar með er söngreynsla hans svo að segja upptalin, þar til nú. Hjörtur er einn af þátttakendum í The Voice á SkjáEinum, en í áheyrnarprufunum sneru allir þjálfararnir fjórir sér við, ákafir í að fá Hjört í sitt lið. Svala Björgvins barðist einna harðast fyrir Hirti, það skilaði sér og Hjörtur gekk til liðs við hana.

Liðið hennar Svölu hefur af mörgum verið talið sterkasta lið þáttanna, svo Hjörtur átti mikið verkefni fyrir höndum að halda sæti sínu í liðinu.

Það gekk eftir og Hjörtur söng sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar í beinu útsendingunum, og var kosinn áfram í undanúrslit The Voice sem fara fram á morgun, föstudag. Þar kemur hann fram ásamt sjö öðrum þátttakendum sem allir berjast um sæti í lokaþætti The Voice.

Lagaval þátttakenda er mikið leyndarmál, en Svala Björgvins lét þó í ljós að Hjörtur ætlaði að leita á nýjar slóðir í tónlistarstefnu og mæta með rokkið á Voice-sviðið á morgun.

Flutningur Hjartar vakti mikla lukku á samfélagsmiðlum, og margir voru sérstaklega hrifnir af ákvörðun hans um að taka íslenskt lag. 





Svipurinn á Hirti þegar hann var valin áfram eftir einvígin, …
Svipurinn á Hirti þegar hann var valin áfram eftir einvígin, annan hluta The Voice
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant