Úr dívu í diskó

Elísabet Ormslev hefur gjarnan verið titluð söngdíva í The Voice enda hefur lagavalið í keppninni rímað við titilinn, að ónefndri röddinni. Dívan var vissulega til staðar í fyrsta þætti beinu útsendinganna sl. föstudag þar sem Elísabet söng lagið At Last með Etta James. 

„Ég er orðlaus. Rosalegt, þú ert náttúrlega ótrúleg söngkona, það er ekki hægt að segja neitt annað. Fullkomið!“ Sagði Svala Björgvins, þjálfari Elísabetar, um flutninginn, sem var svo góður að Svala valdi Elísabetu áfram í undanúrslitin sem fara fram næsta föstudag.

Lögin sem Elísabet hefur sungið hingað til hafa öll verið stór og mikil, enda hefur röddinni hennar oft verið líkt við rödd stórsöngkonunnar Adele.

Svala nefndi það við blaðamann að til stæði að hliðra Elísabetu örlítið til í þægindarammanum í næsta þætti í lagavali, en þær velja lögin í sameiningu. Svala gaf ekki meira upp um það, en sagði jafnframt að lagið væri meira út í diskó og dans, og líklegt til að hrista rækilega upp í salnum.

Elísabet var í miklu uppáhaldi hjá twittverjum síðastliðinn föstudag, sem lofuðu frammistöðu hennar í The Voice óspart.












mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant