Á leið í samstarf með þekktu tónlistarfólki

Elín Harpa var liðsmaður í gríðarsterku liði þjálfarans Svölu Björgvins í The Voice, en hún féll úr keppni eftir flutning á Radiohead laginu Creep í fyrsta þætti af beinna útsendinga.

Þrátt fyrir að hafa misst af möguleikanum að vinna The Voice sér Elín án efa ekki eftir að hafa tekið þátt því fréttir herma að Elín sé mögulega á leið í samvinnu með tveimur af þekktasta tónlistarfólki landsins.

Svala Björgvins er fullviss um að margir þátttakanda í The Voice verði áberandi í íslensku tónlistarlífi og styður við bakið á þátttakendum í sínu liði þó þeir séu dottnir úr keppni. „Ég vil vera til staðar fyrir liðið mitt þó að þau detti úr keppni. Ég reyni að halda sambandi, svara spurningum og fleira sem ég get gert fyrir þau.“ 

Samstarf Svölu og Elínar virðist hafa gengið mjög vel. Það skilaði ekki bara glæsilegum flutningi á laginu heldur virðist sem svo að Elín hafi vakið mikla athygli hjá hárréttu fólki.

Tístarar á Twitter höfðu að venju skoðun á atriðinu og voru margir hverjir mjög hissa að Elín hafi ekki komist áfram í undanúrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant