The Voice Ísland slær heimsmet

Voice sviðið hefur orðið íburðameira með hverjum hluta keppninnar
Voice sviðið hefur orðið íburðameira með hverjum hluta keppninnar Mynd: The Voice

Landsmenn hafa slegið heimsmet í áhorfi á The Voice. Það er mat höfundarréttarhafans að þessari einni af vinsælustu hæfileikaþáttaröðum heims.

„Við erum mjög stolt af þeim glæsilega árangri sem The Voice hefur náð á Íslandi,“ segir Jelmar Hagen, leyfisstjóri sýningarréttarins að þættinum hjá Talpa Global B.V. Hann segir að hvergi í heiminum hafi markaðshlutdeild þáttarins verið meiri í sjónvarpi, en 61% sjónvarpsáhorfenda undir fimmtugu valdi þáttinn umfram annað efni síðasta föstudagskvöld. Alls 35% þjóðarinnar á aldrinum 12-80 ára stilltu á þáttinn í styttri eða lengri tíma.

„Heimsmet í hlutfalli. Það er náttúrlega afar íslenskt og frábær tilfinning,“ segir Pálmi Guðmundsson, forstöðumaður ljósvakamiðla hjá Símanum. 

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu Sagafilm, er  í skýjunum yfir viðtökunum. „Við lögðum mikið á okkur að finna góða söngvara í þáttinn og teljum að þeir séu ein helsta ástæða velgengninnar. Söngvararnir hafa alla burði til að auðga íslenska tónlist.“

Aðeins fjórir komast áfram í lokaþáttinn
Aðeins fjórir komast áfram í lokaþáttinn

Íslendingar voru ekki síður duglegir að tísta um þáttinn, en síðasti þáttur sló líka öll fyrri met sín á Twitter þar sem 1.586 færslur birtust um þáttinn, en fyrra met var 499 færslur.

Í kvöld fer í loftið annar þáttur beinu útsendinganna og næstsíðasti þáttur í Voice. Nú er sú breyting á að þjálfararnir eru aðeins álitsgefandi, hvaða þátttakendur komast í lokaþáttinn ræðst alfarið í símakosningu, valið liggur hjá þjóðinni.

Það er öflugur hópur söngvara sem stígur á stokk í …
Það er öflugur hópur söngvara sem stígur á stokk í kvöld
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant