Veglegri Voice í kvöld

Sviðið var tilburðamikið í fyrstu þáttaröðinni eins og sjá má, …
Sviðið var tilburðamikið í fyrstu þáttaröðinni eins og sjá má, en nú á að stíga skrefinu lengra. Mynd: The Voice

Önnur þáttaröð The Voice Ísland fer í loftið á Sjónvarpi Símans kl 20:00 í kvöld og verður hún bæði lengri og veglegri en frumraunin, svo mikið að undirbúningur við svið og sal hófst í maí. Þættirnir eru tólf talsins í ár, sviðið er enn stærra og íburðameira, ljósin eru fleiri, og þjálfararnir hafa möguleika á að „stela“ þátttakendum.

Í þáttunum stíga söngvarar á svið í von um að heilla a.m.k. einn af fjórum þjálfurum, sem snúa baki í þá. Líki þjálfaranum söngurinn snýr hann sér við og söngvarinn fer í hans lið. Snúi fleiri en einn þjálfari sér við berjast þeir um hylli söngvarans sem fær að velja í hvaða lið hann gengur. Söngvararnir keppa svo sín á milli þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.

Sérstakur maður í að snúa stólunum til baka

„Það eru tugir manns sem koma að svona uppsetningu. Ljósamenn, hljóðmenn, sviðsmyndasmiðir, videotæknimenn og fleiri vinna saman að því að láta svona vél ganga upp, það eru ótrúlega mörg smáatriði sem gerast á bakvið tjöldin í svona verkefni. Til dæmis komu nokkrir einstaklingar að hönnun snúningsstólanna og virkni takkanna, en þegar dómari ýtir á takkann sinn snýst ekki einungis stóllinn heldur breytast ljós og hljóð. Svo er meira að segja sérstakur maður í því að snúa stólunum öllum saman til baka eftir að atriðinu lýkur,“ segir Karl Sigurðsson verkefnastjóri hjá Luxor tækjaleigu.

„351 ljósgjafi var notaður í blindprufunum, bæði til að lýsa sviðið, þjálfara og áhorfendur og skreyta sviðið. Auk þess sem 250 metrar af LED borða eru notaðir til að skerpa útlínur sviðsins.“

Líki Helga Björns söngurinn getur hann ýtt á hnappinn til …
Líki Helga Björns söngurinn getur hann ýtt á hnappinn til að snúa sér við og bjóða söngvaranum í sitt lið. Mynd: The Voice

Þrátt fyrir að framleiðendur hafi verið í æfingu eftir fyrstu þáttaröðina voru mörg ný verkefni fyrir höndum. Vegna velgengni þáttanna á síðasta ári var ákveðið að leggja enn meira til, auk þess var ákveðið að bæta við möguleika þjálfara til þess að „stela“ keppendum sem gerði hönnun og uppsetningu enn flóknari.

Mikið sjónarspil í beinu útsendingunum

Í fyrstu þáttaröðinni stækkaði umgjörðin lítillega í hverjum hluta þáttanna, úr blindprufunum yfir í einvígin og svo í lokin í beinu útsendingunum. Nú verður breytingin enn meiri.

„Hönnunarteymið er á fullu að leggja lokahönd á beinu útsendingarnar, í þeim koma sér innflutt ljós frá samstarfsaðilum okkar í Kaupmannahöfn. Ég get lofað áhorfendum miklu sjónarspili í janúar í beinu útsendingunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant