Íslenska Von Trapp-fjölskyldan

Flutningingur Soffíu Karlsdóttir á laginu Think eftir Aretha Franklin fékk bæði Helga Björns og Svölu Björgvins til að standa upp úr þjálfarasætunum, fara fram á gólf og dansa. „Þvílíkur stuðbolti, þetta var geggjað,“ sagði Helgi Björns um flutninginn.

„Ég hef aldrei tekið þátt í neinu svona áður. Þegar það var hringt í mig þá var ég í 35 stiga hita á ströndinni á Spáni. Ég sagði bara why not?,"segir Soffía um þátttökuna í The Voice. „Þegar maður kom heim þá var þetta aðeins öðruvísi, en af hverju ekki? Maður gerir þetta bara einu sinni.“

Leiklistarbakgrunnur Helga gerði útslagið

„Ég var búin að hugsa um að ég vildi Svölu eða Helga svo ég var mjög glöð að þau sneru sér bæði við,“ segir Soffía um dómaravalið. „Með Helga þá er það leiklistarbakgrunnurinn. Ég er ekki lærð leikkona en hef verið að vinna við leikhús og vil nýta öll tækifæri til að vinna með fólki með slíka menntun, ég hugsaði að ég gæti lært mikið af honum, með mikla reynslu og að mínu mati stórkostlegur leikari. Svala er náttúrlega mjög hæfileikarík og flott stelpa, en það varð ofan á að hann væri með þennan bakgrunn og gæti gefið mér tilsögn á sviðinu, fá einhvern til að temja dýrið í mér!“

Veislustjórn það allra skemmtilegasta

„Ég hef mikið verið að syngja við kirkjuathafnir, líka verið að skemmta heilmikið við hin ýmsu tækifæri, eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að vera veislustjóri.“ Soffía er ekki endilega ein á sviði en hún kemur mikið fram með systur sinni, söngdívunni Guðrúnu Árnýju.

Hæfileikarnir í fjölskyldunni hætta ekki þar, sonur Soffíu, Karl Friðrik Kjartansson, er dansari og tók meðal annars þátt í sjónvarpsþáttunum Dans Dans Dans. Hann er eins og mamma hans ekki óvanur leikhúsfjölunum, en hann dansaði hlutverk í Billy Elliott og svo tóku þau mæðginin saman þátt í Mary Poppins. „Þetta er svolítið eins og hin íslenska Von Trapp-fjölskylda,“ segir Soffía og hlær.


Joni Mitchell er í miklu uppáhaldi hjá Soffíu, þetta lag tók hún á heiðurstónleikum hennar.

 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson