Hvort þjálfarateymið gerir betur?

Þjálfarateymi sjónvarpsþáttanna The Voice Ísland, þau Unnsteinn Manúel, Salka Sól, Svala Björgvins og Helgi Björns, hófu aðra þáttaröð með því að stíga saman á svið og syngja lagið I Love Rock 'n' Roll, sem Joan Jett gerði frægt fyrir rúmum 30 árum.

Þau eru hins vegar ekki fyrsta þjálfarateymið sem tekur þetta lag fyrir á Voice-sviðinu. Í 5. þáttaröð bandarísku útgáfu The Voice tóku þjálfararnir Christina Aguilera, Adam Levine, Cee Lo Green og Blake Shelton sviðið yfir og sungu lagið. Þess má til gaman geta að áðurnefnd Joan Jett gegnir einmitt hlutverki aðstoðarþjálfara í þáttaröðinni sem nú er í sýningu hjá Sjónvarpi Símans.

Hér að ofan má heyra íslensku þjálfarana syngja þennan klassíska rokksmell og hér að neðan má heyra útfærslu bandarísku þjálfarana. Spurningin er, hver gerir betur?

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson