Blómstraði þegar hún flutti norður

„Ég sæki innblástur í eigið líf. Stundum bý ég til sögur í huganum sem ég spinn í kringum, þannig verður textinn til. Þær eiga yfirleitt rætur að rekja í mitt líf, eitthvað sem ég hef séð eða upplifað,“ segir Valgerður Þorsteinsdóttir um tónlistina sem hún semur. Valgerður einn þátttakanda sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans, fyrstu frammistöðu hennar í þáttunum má sjá hér að ofan.

Valgerður var að setja frá sér nýtt lag á Youtube sem kallast The Wind, lag og texti eftir hana sjálfa. „Textarnir eru rosalega persónulegir og fyrst var ég mjög treg að leyfa fólki að heyra því mér fannst ég svo berskjölduð. En svo þegar maður fór að fá góð viðbrögð þá var þetta miklu auðveldara.“

Með helling í pokahorninu

„Ég er búin að semja þrjú lög sem ég er búin að taka upp og setja á netið, en ég er með helling í pokahorninu sem bíður eftir því að komast eitthvert lengra. Planið er að gefa eitthvað út og ég er byrjuð að skoða ýmsa möguleika, svo það kemur bara í ljós hvað gerist.“

Valgerður hefur lítillega komið fram fyrir opinberlega. Hún tók þátt í uppsetningu Freyvangsleikhússins á Bjart með köflum eftir Ólaf Hauk Símonarson þar sem hún söng nokkur lög og fann leikhúsið átti vel við hana. „Planið mitt er að fara í leiklistarnám næsta haust. Ég fór í inntökupróf í LHÍ og komst ekki inn, þá fór ég að skoða meira út fyrir landssteinana og það er rosalega mikið af áhugaverðum skólum í Englandi og Danmörku, svo ég hugsa að ég fari frekar þangað og prófi eitthvað nýtt.“

Ragnhildur Gísladóttir er ein af uppáhalds tónlistarkonum Valgerðar, þær hittust …
Ragnhildur Gísladóttir er ein af uppáhalds tónlistarkonum Valgerðar, þær hittust í Voice þar sem Ragnhildur er aðstoðarþjálfari.

„Ég blómstraði bara“

Auk þess að syngja og leika stundar Valgerður nám myndlistabraut við VMA en listin hefur ekki alltaf fengið mikið pláss í hennar lífi. „Ég flutti norður þegar ég var 18 ára, fyrir það var ég í handbolta, var á málabraut í Kvennó og var pínu lost… ég var ekki alveg að finna mig í lífinu.“

Námið á myndlistabrautinni segir Valgerður að hafi í raun komið til fyrir nokkurra tilviljun. „Mér var troðið í einn sjónlistaráfanga, ég var á félagsfræðibraut og vantaði eitthvað val. Þar var ég með frábæran kennara sem kveikti áhuga minni á þessu öllu saman og þá færði ég mig strax yfir á myndlistarbrautina.“

Valgerður hafði lítið sem ekkert verið að teikna áður, en fann sig eigi að síður í listinni. „Ég blómstraði bara, ég fór að sinna söngnum meira og varð betri í skólanum. Það verður allt svo miklu auðveldara þegar maður er að gera eitthvað sem manni finnst svona ótrúlega skemmtilegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler