Þrír með fjögurra stóla snúning

Þórir Geir Guðmundsson byrjaði þáttinn með látum og hlaut fyrir …
Þórir Geir Guðmundsson byrjaði þáttinn með látum og hlaut fyrir standandi lófatak frá þjálfurunum. Mynd: The Voice

Átta söngvarar fóru áfram úr öðrum þætti The Voice Ísland, þar af voru hvorki meira né minna en þrír sem fengu alla fjóra þjálfarana til að snúa sér við. Hér fyrir neðan má sjá allar blindprufurnar sem komust áfram í þættinum.

Í þáttunum sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans keppist fjöldi söngvara um hylli þjálfara þáttanna, þeirra Sölku Sólar, Helga Björns, Unnsteins Manúels og Svölu Björgvins. Söngvari stígur á svið og þjálfararnir snúa baki í hann. Líki þjálfaranum söngurinn snýr hann sér við og býður söngvaranum þar með í sitt lið. Ef fleiri en einn þjálfari snúa sér við þurfa þeir að keppast um hylli söngvarans, sem fær að ráða í hvaða lið hann gengur.

Áheyrnarprufurnar sem komust áfram

„Er þetta strákur eða stelpa?“ spurði Salka þegar Þórir Geir Guðmundsson hóf að syngja Somebody to Love með Queen, en raddsvið Þóris nær hærra og lengra en hjá mörgum söngvaranum. Flutningurinn uppskar mikil fagnaðarlæti, fjóra stólasnúninga og standandi lófatak frá öllum þjálfurunum. Að lokum var það Salka Sól sem sannfærði Þóri um að hann ætti að ganga til liðs við hana.


Dagur Lárusson er tvíburabróðir Bjarka Lárussonar sem tók þátt í The Voice Ísland í fyrra. Blindprufa Bjarka fékk alla fjóra þjálfarana til að snúa sér við, Dagur var ekki minni söngvari en bróðir hans og allir þjálfararnir sneru sér við fyrir flutningi hans á laginu Isn‘t She Lovely með Stevie Wonder. Dagur hafði áður ákveðið að velja Unnstein ef sá möguleiki yrði fyrir hendi og stóð við valið þegar til kastanna kom.

 

„Maður fékk sting í hjartað, virkilega fallegt,“ sagði Helgi Björns um flutning Jónu Öllu Axelsdóttir á laginu Almost is Never Enough með Ariana Grande. Flutningurinn var svo hrífandi að allir þjálfararnir sneru sér við og foreldrar Jónu stóðu baksviðs með tárin í augunum. Þjálfararnir hrósuðu Jónu í hástert fyrir flutningin en það var Salka sem náði best til hennar og fékk Jónu í sitt lið.

 

Anna Skagfjörð lét sér ekki nægja að syngja á sviðinu heldur settist hún við flygilinn og spilaði undir sjálf. Lagið sem hún tók er All I Want með Kodaline, og tókst með því að heilla Helga Björns til að snúa sér við. Anna kemur úr hæfileikafjölskyldu en foreldrar hennar eru söngkonan Guðrún Gunnars og leikarinn og tónlistarmaðurinn Valgeir Skagfjörð.

 

Sindri Snær Konráðsson var fyrsti þátttakandinn þetta árið til að syngja á íslensku, en hann söng lagið Dimmar Rósir með Tatara. Hann var í litlum vafa með þjálfaravalið, „Helgi er idolið mitt og búinn að vera það í mörg ár, það var aldrei spurning í rauninni fyrst hann sneri sér við.“

 

„Ég sneri mér við og sá bara litla útgáfu af sjálfri mér,“ sagði Salka um hina 17 ára gömlu Örnu Leu Magnúsdóttur sem gekk til liðs við hana. Arna söng og rappaði lagið Beggin með Madcon í blindprufunum.

 

Elísa Ýrr Erlendsdóttir söng lagið I‘m no good með söngkonunni Amy Winehouse sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. Flutningurinn heillaði Unnstein sem sneri sér við, en eins og glöggir aðdáendur þáttanna muna var hann ekki gjafmildur á snúninga stólsins í fyrsta þætti og sneri sér bara við fyrir einn flutning.

 

Steini Bjarkason endaði flutning sinn á laginu Superstition með Stevie Wonder á svo glæsilegu rokköskri að Svala gat ekki annað en snúið sér við. „Hann er svona óslípaður demantur, ég held að hann komi sterkt inn,“ sagði Svala um nýjasta liðsmann sinn.

 

Sólborg Guðbrandsdóttir söng When we were young með söngdívunni Adele og gerði það svo vel að bæði Helgi og Svala sneru sér við. „Ég sá um leið og ég sneri mér við hvern hún myndi velja,“ sagði Helgi eftir að Sólborg gekk af sviðinu, en hún ákvað að ganga til liðs við Svölu. „Dívurnar eru skotnar í Svölu“ bætti Salka við.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler