Salka Sól: Ég klökknaði

„Þær eru ungar og frekar litlar en það er risavaxin sál í þeim báðum og ég sé þær báðar fyrir mér blómstra,“ sagði Arnar Freyr Frostason, aðstoðarþjálfari Sölku Sólar í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland. Þar var hann að tala um tvær 17 ára stúlkur, þær Jónu Öllu Axelsdóttur og Alexöndru Dögg Einarsdóttur sem mættust í einvígjum þáttanna og sungu saman lagið Your Song með Elton John.

Einvígi Jónu og Alexöndru var einn af hápunktum síðasta þáttar. Þær sungu af svo mikilli innlifun að ekki bara fengu þær salinn með sér, víða sást tár á hvarmi eftir flutninginn. Meðal annars hjá Sölku Sól, þjálfara stúlknanna. „Ég veit ekki hvernig ég kom mér í þessa stöðu, hvernig á ég að velja á milli? Ég er orðlaus, ég klökknaði, þetta var ótrúlega fallegt.“

Báðar vöktu þær athygli í blindprufum þáttanna þar sem þær fengu báðar fjögurra stóla snúning fyrir flutning sinn, það er, allir þjálfararnir vildu fá þær í sitt lið. Feður þeirra vöktu ekki síður athygli í blindprufunum þar sem þeir stóðu baksviðs og fylgdust með dætrum sínum, báðir með tárin í augunum. Eins og sjá má voru þeir ekki minna heillaðir í næsta skiptið sem stúlkurnar stigu á sviðið í einvíginu.

Feðurnir voru greinilega stoltir af dætrum sínum á sviðinu.
Feðurnir voru greinilega stoltir af dætrum sínum á sviðinu. Mynd: The Voice

Það kom í Sölku hlut að velja hvaða söngkonu hún héldi í þáttunum og hver þyrfti að snúa heim. Ákvörðunin var greinilega erfið og stelpunum á sviðinu var svo mikið um að tár byrjuðu að streyma. Salka ákvað að velja Alexöndru áfram en þegar Jóna Alla hafði þakkað fyrir sig og var á leið niður af sviðinu sló þjálfarinn Unnsteinn Manúel á takkann sinn til merkis um að hann vildi stela Jónu. Hún var þar með ekki fallin úr keppni heldur færðist yfir í lið Unnsteins.

Það var erfitt að sjá hvor væri ánægðari með niðurstöðuna, Jóna Alla eða Salka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant