Sjarmabúnt á sviðinu

„Það er alltaf gaman þegar eitthvað kemur á óvart, og þeir sannarlega gerðu það. Eins og Guðlaugur með þessa djúpu rödd, það er ekki alveg það sem þú átt von á. Og Tómas með þessa tæru, flottu, háu rödd,“ sagði Ragga Gísla um söngvarana Guðlaug Ómar Guðmundsson og Tómas Guðmundsson. Þeir mættust í einvígum sjónvarpsþáttanna The Voice, sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans, en þeir eru báðir í liði þjálfarans Svölu Björgvins þar sem Ragga er aðstoðarþjálfari.

Þeir sungu saman lagið Lean on me með Bill Withers, ólíkar raddir þeirra komu vel saman í flutningnum og þjálfararnir voru alls ekki sammála um hvor gerði betur.

„Mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt, þessi rödd þín þarna niðri [Guðlaugur], þetta er einstakt. Ég held samt að overall flutningurinn hjá Tómasi hafi verið betri, svo ég ætla að segja Tómas,“ Sagði Salka Sól.

„Þetta var rosa flott hjá ykkur, ég hugsa að ég myndi velja Guðlaug, rosalega flott þetta range og flott sound, en þið eruð báðir rosalega góðir söngvarar,“ sagði Helgi Björns.

„Mér fannst þetta frábærlega vel gert hjá ykkur báðum, en það sem seldi mér var þegar þú [Tómas] söngst „Lean on Me“, þá bara, I was leaning í þessari nótu,“ sagði Unnsteinn Manúel og hallaði sér til hliðar.

Unnsteinn var með leikræna lýsingu á viðbrögðum sínum við flutningnum.
Unnsteinn var með leikræna lýsingu á viðbrögðum sínum við flutningnum. Mynd: The Voice

„Guðlaugur er með ofboðslegt vald á röddinni þarna niðri, hann er tæknilegur söngvari og ég elska röddina hans. Tómas er með svona rödd sem er eins og sólarlagið, maður bráðnar bara þetta er svo falleg rödd,“ sagði Svala Björgvins um flutninginn. Hún sem þjálfari söngvaranna tveggja þurfti að velja hvor þeirra færi áfram. „Mér leið ótrúlega vel að hlusta og horfa á ykkur og er ótrúlega mikill aðdáandi ykkar beggja. Ég held… ég segi Tómas.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson