Sláðu mig utan undir og kallaðu mig Sigríði

„Sláðu mig utan undir og kallaðu mig Sigríði hvað þetta var gaman!“ Sagði Addi eftir þriggja manna einvígi hans, Sjönu og Sólborgar í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Saman sungu þau lagið Signed, Sealed, Delivered með Stevie Wonder. Einvígið var líklega einn líflegasti flutningur síðasta föstudags og óhætt að segja að allir söngvararnir þrír hafi skilað sínu og rúmlega það á sviðinu.

Þjálfararnir voru allir mjög hrifnir af söngnum og Helgi Björns lifði sig svo inn í flutninginn að hann var kominn fram á sætisbrúnina.

„Þið gerðuð þetta rosalega vel, Sólborg er með rosalega effortless kúl í röddinni, það er gaman að hlusta á þig og horfa á þig, þú ert með þetta allt. Addi er með þessa djúpu, rifnu soul-rödd og svo mikill skemmtikraftur, það er svo gaman að horfa á þig syngja, maður fer bara í svo geðveikt gott skap að mann langar bara að slá þig utan undir og kalla þig Sigríði,“ sagði Svala Björgvins, þjálfari söngvaranna. „Sjana þú ert náttúrulega 17 ára og það er eins og það sé einhver 50 ára gömul gospelsöngkona inni í þér, hvaðan kemur þetta?“

Einvígin í þáttunum eru eins og einvígi eru gjarnan, á milli tveggja aðila. Ástæðan fyrir því að þrír söngvarar eru á ferðinni í þessu einvígi er að eftir að Svala var búin að fylla liðið sitt heyrði hún rödd sem hún gat ekki staðist og fékk að bæta auka liðsmanni við. Hún varð því að stilla upp einu þriggja manna einvígi þar sem aðeins einn söngvari héldi velli í hennar liði.

Þegar að ákvörðuninni kom var það 17 ára stúlkan Sjana Rut sem bar sigur úr býtum, en hún hafði einmitt staðið upp úr á æfingum fyrir einvígið að mati Svölu og Röggu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson