Salka: „Meira stelpur, meira!“

„Sessý og Hrabbý eru báðar hoknar af reynslu, þær eru báðar stórsöngkonur nú þegar. Kannski var þeim þess vegna stillt upp saman, þær eiga margt sameiginlegt og það er alveg þvílíkur karakter í þeim báðum,“ sagði Arnar Freyr Frostason, aðstoðarþjálfari Sölku Sólar í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland.

Sessý, Sessselía Magnúsdóttir, og Hrabbý, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, mættust í söng-einvígi í The Voice og sungu saman lagið Mirrors með Justin Timberlake. Það mætti segja að pressan um sigur hafi sérstaklega verið á Hrafnhildi, en hún tók þátt í fyrstu þáttaröð The Voice Ísland í fyrra og féll úr keppni í einvígjunum.

Salka Sól er þjálfari söngkvennanna í þáttunum, eitthvað fannst henni flutningurinn byrja rólega því hún stóð upp í sæti sínu í miðju einvígi og kallaði upp á sviðið „meira stelpur, meira.“

Sem þjálfari kom það í hlut Sölku að velja hvor þeirra héldi sæti í hennar liði, það var augljóst eftir einvígið að ákvörðunin var ekki auðveld. „Það voru svo skemmtileg móment ykkar á milli þar sem þið brostuð hvor til annarrar, Sessý það var gaman að heyra þig syngja þetta lag, ég vissi að þú værir góð en það var gaman að heyra þig syngja aðeins öðruvísi. Hrabbý, þú veist náttúrulega nákvæmlega af hverju þú ert í mínu liði, ég er fan. Kannski gerði ég mistök að para ykkur tvær saman […] Mér finnst eins og Hrabbý eigi meira inni og þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna með henni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant