Roxanne í tangó, flamengó útgáfu

Guðbjörg Viðja Antonsdóttir söng lagið Roxanne á stóra sviðinu í beinu útsendingum The Voice Ísland, sem fóru í loftið í Sjónvarpi Símans á föstudagskvöldið síðastliðið. Lagið er úr smiðju bresku rokksveitarinnar The Police og kom út árið 1978. Lagið átti svo endurkomu í kvikmyndinni Moulin Rouge árið 2001, en það fjallar um mann sem verður ástfanginn af vændiskonu.

Það er óhætt að segja að Viðja hafi mætt, séð og sigrað sviðið. Útgáfan af laginu var önnur en þær sem eru þekktar, tangó flamengó eins og Viðja orðaði það. Lagið var samt auðþekkjanlegt og útfærslan kom mjög vel út. Það kom því ekki mikið á óvart þegar Viðja sigraði símakosningu og komst áfram í undanúrslit, þrátt fyrir harða samkeppni í liði þjálfara hennar, Unnsteins Manúels.

Eins og köttur sem veit að hann er að fá rjóma í skál

„Viðja þú ert stórmerkilegt eintak, þú ert bara 16 ára, hvernig verðurðu eftir önnur 16 ár? Ég veit það ekki. Ég myndi hlusta á þessa útgáfu með þér í útvarpinu. Mér fannst þú flott á alla kanta,“ sagði Salka Sól eftir flutninginn.

Helgi Björns var ekki síður hrifinn af flutningnum og lýsti því á skrautlegan hátt eins og honum er líkt. „Þetta var mjög flott. Ég er hrifinn af því hvað þú ert svona slök og ert að fíla þetta, yfirveguð og með smá afstöðu, attitude og töffaraskap en samt ertu að syngja rosalega vel. Þú varst líka með gott vald þegar þú varst að labba um og alveg með þetta. Eins og köttur sem veit að hann er að fá rjóma í skál.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant