Tókst á við Toni Braxton

Sigurjón Örn Böðvarsson söng sig inn í hug og hjarta þjálfara síns Unnsteins Manúels í ofureinvígi sjónvarpsþáttanna The Voice Ísland. Hann sigraði einvígið sem kom honum áfram í beinar útsendingar, sem fóru fram síðastliðið föstudagskvöld.

Sigurjón hélt ekkert aftur að sér og steig á stokk með kraftballöðuna Unbreak my Heart með bandarísku söngkonunni Toni Braxton og gerði það með glæsibrag eins og sjá má í myndskeiðinu. „Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað þetta lag er erfitt og þú gerðir þetta rosalega vel,“ sagði þjálfarinn Svala Björgvins um flutninginn.

„Þetta er rosalegt hljóðfæri sem þú ert með og þú notar það virkilega skemmtilega,“ sagði Helgi Björns sem hrósaði djúpu tónunum í flutningi Sigurjón sérstaklega.

„Við höfum verið að vinna í því að ná tilfinningunum út og þær komust alveg til skila núna,“ sagði Unnsteinn sem var svo ánægður með flutninginn að hann valdi að hafa Sigurjón áfram í sínu liði í undanúrslitaþættinum sem fer í loftið nk. föstudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler