Reyndi að ræna flugvél með Toblerone

Toblerone
Toblerone Mynd/Wikipedia

Réttarhöld hófust í gær í Hong Kong yfir 23 ára Finna sem handtekinn var á flugvellinum í landinu, sakaður um að hafa reynt að ræna flugvél, vopnaður Toblerone-súkkulaði

Finninn var farþegi í flugvél frá Amsterdam til Hong Kong þann 18. febrúar sl. þegar hann á að hafa risið úr sæti sínu, vafið handklæði um höfuð sitt, sett annað handklæði á sig sem skikkju og gengið í átt að flugstjórnarklefanum með Toblerone-súkkulaði í hendinni eins og sverð. Þá á hann að hafa öskrað: „Ég er að ræna þessari flugvél, fljúgðu henni í átt að Sotsji þegar í stað! Ég vil fara á Vetrarólympíuleikana.“ Leung Hiu-lun, flugfreyja í ferðinni segir að Finninn hafi verið bandbrjálaður þegar hann öskraði á starfsmenn flugvélarinnar. Finninn sjálfur neitar sök, og segist hafa verið að grínast, til þess að skemmta hinum farþegunum. 

Hinir farþegarnir yfirbuguðu manninn þegar hann sagðist ætla að ræna vélinni og var hann bundinn við sæti sitt þar sem hann sofnaði fljótlega. Við komuna til Hong Kong var hann fluttur á geðsjúkrahús. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson