Tæma vatnsból eftir að pissað var í það

Á öryggismyndavél má sjá drengina við vatnsbólið
Á öryggismyndavél má sjá drengina við vatnsbólið Mynd/Öryggismyndavél

Borgaryfirvöld í Portland í Oregon-ríki í Bandaríkjunum hafa ákveðið að tæma 140 milljón lítra vatnsból bæjarins eftir að ungur piltur braust inn á svæðið og pissaði í vatnið. Þetta upplýsti forstöðumaður vatnsbólsins um í gær

Öryggisvörður sem var að störfum við vatnsbólið á miðvikudaginn varð var við það í öryggismyndavél seint um kvöldið að ungur piltur sem stóð ásamt félögum sínum fyrir utan girðinguna sem umlykur vatnsbólið tók allt í einu upp á því að pissa í gegnum girðinguna og ofan í vatnsbólið. Annar félagi hans stökk yfir girðinguna og dýfði fætinum í vatnið. Lögreglan var kölluð á svæðið og tók hún skýrslu af mönnunum og fá þeir sekt fyrir að hafa brotist inn á lóðina. Ekki hefur verið ákveðið hvort þeir verða ákærðir fyrir alvarlegri brot. 

„Jafnvel þótt við vitum að hættan af því að pissað sé í vatnsbólið sé lítil fyrir heilbrigði borgarbúa höfum við ákveðið að tæma bólið því við lítum á það sem okkar skyldu að sjá borgarbúum fyrir hreinu vatni,“ segir stjórnandi vatnsbólsins í samtali við Oregon Live

Hér má sjá myndband úr öryggismyndavélum vatnsbólsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson