Nemandi bauð fegurðardrottningu á ball

Nina Davuluri
Nina Davuluri AFP

18 ára pilti við Central York High School var vikið tímabundið úr skóla í vikunni fyrir að hafa boðið fegurðardrottningunni Ninu Davuluri, sem ber titilinn ungfrú Bandaríkin, á skólaball. Hafa twitter-heimar logað eftir að af þessu fréttist og segir fólk skólann refsa nemandanum fyrir að dreyma stóra drauma. 

Nina Davuluri var í heimsókn í skólanum þegar piltinum, Patrick Farves, datt í hug að bjóða henni á skólaball. Skólayfirvöld segjast hafa tekið það skýrt fram fyrir heimsóknina að allur dónaskapur og óvirðing við gestinn væri bönnuð. „Skólayfirvöld segja að það hafi verið dónalegt hjá mér að bjóða henni á ballið og þess vegna var mér vikið úr skólanum. 

Er þetta ekki einsdæmi um að ungir, óþekktir nemendur bjóða stórstjörnum á skólaball. Justin Timberlake mætti í fyrra á skólaball með ungri stúlku sem hafði boðið honum á ballið í Youtube-myndbandi. Söngkonan Taylor Swift og skíðakonan Lindsey Vonn hafa mætt á skólaböll með óþekktum unglingum sem boðið hafa þeim á skólaball. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant