Youtube-stjarna kærð fyrir höfundarréttarbrot

Youtube-stjarnan Michelle Phan
Youtube-stjarnan Michelle Phan Mynd/Pinterest

Youtube-stjarnan Michelle Phan, sem er með yfir 6,7 milljónir fylgjenda á myndbandasíðunni góðkunnu, hefur verið kærð fyrir brot á höfundarrétti. Er það plötufyrirtækið Ultra Records sem heldur því fram að hún hafi notað tónlist eftir tónlistarmenn plötufyrirtækisins í leyfisleysi.

Á meðal tónlistarmanna sem eru með samning við fyrirtækið eru Deadmau5, Calvin Harris og Kaskade. Það vekur hins vegar athygli að tónlistarmaðurinn Kaskade styður ekki kæruna. Þykir það óheppilegt fyrir plötufyrirtækið enda kemur nafn hans oftast fyrir í kærunni vegna þess að Phan er mjög dugleg við að nota tónlist hans í myndböndunum sínum. 

Á twittersíðu sinni lýsti Kaskade yfir stuðningi við Phan. „Höfundarréttarlögin eru risaeðla, og henta illa í fjölmiðlunarumhverfi nútímans,“ skrifaði Kaskade. 

Myndböndin sem hafa gert Phan fræga á Youtube hafa að geyma ýmis góð hversdagsleg ráð, meðal annars hvernig á að taka góða „selfie“, hvernig á að mála sig og hvernig má auka sjálfstraustið. 

Sjá frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant