Geimgengill ekki gilt millinafn á vegabréfi

Yoda, ekki Geimgengill.
Yoda, ekki Geimgengill. Mynd / Wikipedia

Hin 29 ára Laura Matthews er greinilega mikill aðdáandi Stjörnustríðsmyndanna, svo mikill að hún tók upp millinafnið Geimgengill (e. Skywalker).

Nafnið er ættarnafn Geimgenglafjölskyldunnar, en til hennar teljast meðal annarra systkinin Logi og Leia Geimgenglar, að ógleymdum föður þeirra, Anakin Geimgengli, síðar Svarthöfða.

Bresk vegabréfayfirvöld vildu hins vegar ekki prenta millinafn hennar á vegabréf, og breyta undirskrift sinni í „L. Skywalker.“ Ástæðan fyrir synjuninni er sú að slíkt væri brot gegn höfundarréttarlögum. 

Matthews segist ekki áður hafa komist í klandur vegna undirskriftar sinnar. „Nafnið er á ökuskírteininu mínu, greiðslukortum, öllu saman. Allir virðast samþykkja þetta nema þeir sem gefa út vegabréf.“ Þrátt fyrir þessi vandræði þá segist hún ekki sjá eftir ákvörðun sinni.

BBC greinir frá.

Mark Hamill sem Logi Geimgengill ásamt Yoda í The Empire …
Mark Hamill sem Logi Geimgengill ásamt Yoda í The Empire Strikes Back, sem kom út árið 1980.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler