500 manns mótmæltu á Akureyri

Frá fundinum á Ráðhústorginu á Akureyri í dag.
Frá fundinum á Ráðhústorginu á Akureyri í dag.

Um 500 hundruð manns tóku í dag þátt í mótmælum gegn stríði á Ráðhústorginu á Akureyri í dag. Eru þetta einu fjölmennustu mótmæli á Akureyri hin síðari ár. Á fundinum var einróma samþykkt eftirfarandi ályktun:

"Útifundur gegn stríði á Ráðhústorgi á Akureyri, laugardaginn 15. febrúar 2003 lýsir eindreginni andstöðu við árásarstríð það gegn Írak sem nú er í uppsiglingu undir forystu Bush forseta Bandaríkjanna. Enn fremur lýsir fundurinn fullkominni andstöðu við aðild Íslands að hinum áformaða stríðsrekstri með loftflutningum eða á nokkurn annan hátt. Skorað er á ríkisstjórn Íslands að fylkja sér undir fána friðar fjölmargra ríkja og hvetja þannig til friðsamlegrar lausnar á deilunni um meint gjöreyðingavopnaeign Íraka. Við viljum frið en ekki stríð"

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert