Bandarískur embættismaður segir af sér vegna Blackwater-málsins

Maður sem særðist í skothríð starfsmanna Blackwater í Bagdad þann …
Maður sem særðist í skothríð starfsmanna Blackwater í Bagdad þann 30. september. Reuters

Embættismaður innan utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, Richard Griffin sem hafði umsjón með öryggismálum bandarískra erindreka og diplómata í Írak hefur sagt af sér eftir harða gagnrýni á slælega yfirumsjón með einkareknum öryggisfyrirtækjum þar í landi.

Samkvæmt BBC mun Griffin ekki hafa nefnt það mál í uppsagnarbréfi sínu en hann fór daginn eftir að ráðuneytið herti eftirlit með þessum málaflokki í kjölfar rannsóknar á þeim dauðsföllum óbreyttra borgara í Írak sem Blackwater öryggisfyrirtækið mun bera ábyrgð á.

Sem stendur er ekki hægt að sækja starfsmenn einkaöryggisfyrirtækja til saka undir íröskum lögum en nú hefur verið lagt fram lagafrumvarp á íraska þinginu þar sem því verður breytt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert