Ógnuðu tígrisdýri í dýragarði

Einn þriggja manna sem varð fyrir árás tígrisdýrs í dýragarðinum í San Francisco á jóladag hefur viðurkennt að þeir hafi ógnað dýrinu og reynt að æsa það upp áður en það stökk yfir vegg á búri sínu og réðst á þá. Þá hefur annar mannanna viðurkennt að þeir hafi verið drukknir er þeir fóru í dýragarðinn og hefðu auk áfengis neytt kannabisefna. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Þriðji maðurinn lét lífið í árás dýrsins. Faðir hans hefur nú greint frá því að annar piltanna, sem lifðu árásina af, hafi sagt sér að þeir hefðu klifrað upp á handrið skammt frá búri dýrsins og veifað og gert hróp að því. Þeir hafi síðan heyrt öskur, þegar þeir komu niður af handriðinu, og séð dýrið stökkva út úr runna og á piltinn sem lést.

Forsvarsmenn dýragarðsins hafa viðurkennt að veggurinn umhverfis búr dýrsins hafi verið lægri en mælt sé með.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert