Hækkandi matarverð er alþjóðlegur vandi

Frá óeirðunum í Port-au-Prince í gær.
Frá óeirðunum í Port-au-Prince í gær. Reuters

Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown hvetur leiðtoga G8 landanna til að setja fram áætlun um leiðir til að kljást við hækkanir á matarverði. Brown vill að forsætisráðherra Japans, Yasuo Fukuda biðli til Alþjóðabankans, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og SÞ til að starfa saman að lausn á þessum vanda.

Samkvæmt fréttavef BBC sagði Brown að hungursneyð í heiminum færi vaxandi og það í fyrsta sinn í marga áratugi.

Nú í vikunni sem er að líða hafa sést teikn á lofti sem benda til þess að hækkandi matarverð á heimsvísu sé ekki tímabundið vandamál og segja fréttaskýrendur að von sé á uppþotum og óeirðum sem gætu leitt til stjórnmálalegs ójafnvægis.

Fimm manns létust í óeirðum á Haítí þar sem fjöldi fólks mótmælti sköttum á nauðsynjavörum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert