Biðröð að kistu dýrlings

Biðraðir eru eftir því að líta lík dýrlingsins Padre Pio augum en hann til sýnis í glerkistu í suðurhluta Ítalíu en fjörtíu ár eru liðin frá láti hans.  Aðeins páfi er vinsælli en Padre Pio, sem er sagður hafa borið sár Krists og hafa búið yfir miklum lækningamætti. Hann lést árið 1968 þá 81 árs að aldri. Jóhannes Páll páfi II tók Padre Pio í dýrlingatölu árið 2002.

Gert er ráð fyrir því að ríflega milljón manns muni koma til þess að líta á lík dýrlingsins en alls hafa 700 þúsund manns óskað eftir því að sjá kistu Padre Pio.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert