Segir ekki tímabært að Ísland fái inngöngu í ESB

Hans-Gert Pöttering.
Hans-Gert Pöttering. Reuters

Forseti Evrópuþingsins, Hans-Gert Pöttering, vísar því á bug að Ísland geti gengið hratt inn í Evrópusambandið. Þetta er þvert á það sem Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál hjá framkvæmdastjórn ESB, segir. Að hans sögn gætu samningaviðræður gengið hratt fyrir sig leggi Ísland fljótlega inn umsókn.

Rehn hefur sagt að Ísland geti fengið inngöngu í ESB á sama tíma og Króatía, árið 2010 eða 2011.

„Nú er ekki rétti tíminn að hugsa um stækkun sambandsins,“ segir Pöttering í viðtali við finnska dagblaðið Aamulehti.

Hann segir að ESB hafi ekki enn staðfest Lissabon-sáttmálann um breytingar á skipulagi Evrópusambandsins . Öll 27 ríki ESB verði að staðfesta sáttmálann áður en hann geti tekið gildi.

Málið er í biðstöðu um þessar mundir eftir að Írar höfnuðu sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert