Nýr sendiherra ESB á Íslandi

ESB sendir nýjan sendiherra til Noregs og Íslands í haust.
ESB sendir nýjan sendiherra til Noregs og Íslands í haust. Reuters

Ungverjinn János Herman mun frá og með næsta hausti taka stöðu sem sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi og Noregi. Hann mun taka við af Svíanum Percy Westerlund sem mun þá fara á eftirlaun.

Norskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu í dag og þar kemur fram að Herman starfi sem yfirráðgjafi utanríkisnefndar ESB þar sem hann mun vera lykilmaður í að móta utanríkisstefnu ESB í málefnum norðurheimsskautsins.

Herman hefur áður starfað sem aðstoðarráðherra í ungverska utanríkisráðuneytinu og var sendifulltrúi Ungverjalands hjá Nató. Hann hefur síðan sérhæft sig í deilunni sem stendur um réttindi til að nýta hafssvæði við norðurheimskautsbaug.
 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert