Afsögn í Króatíu

Ivo Sanader
Ivo Sanader Reuters

Forsætisráðherra Króatíu, Ivo Sanader, sagði af sér í dag og hætti afskiptum af stjórnmálum. Hann gaf í skyn að vonbrigði vegna seinkunar á aðild Króatíu að Evrópusambandinu væri ein af ástæðunum fyrir sviplegu brotthvarfi sínu.

„Guði sé lof þá er ég ekki veikur.. og ég játa að ég tók ekki boðum um störf innan Evrópusambandsins,“ sagði Sanader á blaðamannafundi í dag. Sanader sagði að flokkur hans myndi leggja til að Jadranka Kosor, aðstoðarforsætisráðherra landsins, tæki sæti forsætisráðherra.

Brotthvarf Sanader kemur í kjölfar þess að Evrópusambandið stöðvaði aðildarviðræður við Króatíu í síðustu viku vegna landamæradeilna Króata við Evrópusambandslandið Slóveníu. En Slóvenía hefur staðið í vegi fyrir framgangi aðildarviðræðnanna síðan í desember.

Aðspurður sagði Sanader að erfiðleikarnir vegna Evrópusambandsins hefðu haft áhrif á afsögn hans. „Evrópusambandið og verkefnið um evrópskan samruna eiga ekki möguleika ef mútur eru viðurkennd aðferðafræði innan Evrópusambandsins,“ sagði Sanader og átti við aðgerðir Slóvena gegn Króatíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert