Söguleg ferð um Norðausturleið

Rússneska rannsóknaksipið Akademík Fjodorov á siglingu um íshafið.
Rússneska rannsóknaksipið Akademík Fjodorov á siglingu um íshafið. Reuter

Tvö 12.700 tonna, þýsk flutningaskip, Beluga Fraternity og Beluga Foresight, hafa nú lokið sögulegri ferð um hina svonefndu Norðausturleið en þá er siglt norðan við Rússland. Yfirleitt er hún ófær vegna íss en mögulegt að nota hana núna að sumarlagi.

Skipin, sem bæði eru sérstaklega byggð til að þola ís, sigldu frá Evrópu með farm til bæjarins Jambúrg í norðanverðri Síberíu og fóru tveir rússneskir ísbrjótar á undan. Skipin komu í höfn sl. mánudag. Hækkandi hitastig hefur brætt mikið af ísnum á leiðinni undanfarin ár en hún er þó enn varasöm vegna stakra ísjaka.

 Ef siglt er norðan við Rússland til að koma vörum til Japans og annarra Austur-Asíulandi er leiðin um 5000 km styttri en leiðin um Súesskurð og Indlandshaf. Útgerðin segist spara um 300 þúsund dollara á skip með því að velja Norðvesturleiðina. Rússar taka ákveðið gjald af skipunum og einnig þóknun fyrir aðstoð ísbrjótanna.

 Enn er talið nokkuð í land áður en leiðin verði almennt notuð. Fyrst var reynt að sigla þessa leið árið 1553 en breski sæfarinn Sir Hugh Willoughby og menn hans fórust í ferðinni.

Við norðurströnd Alaska.
Við norðurströnd Alaska. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert