Starfsmaður öreindahraðals grunaður um hryðjuverk

Vísindamenn að störfum hjá CERN
Vísindamenn að störfum hjá CERN Reuters

Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið kjarneðlisfræðing vegna gruns um að hann tengist hryðjuverkasamtökum í Alsír. Maðurinn var einn 7.000 vísindamanna sem starfa fyrir Evrópsku kjarneðlisrannsóknarstöðina (CERN).

Að sögn talsmanna CERN hafið hann engin samskipti við neitt sem gæti tengst hryðjuverkum í gegnum störf sín við stofnunina.  Hann vann að sögn að rannsóknum á samsetningu efna í tengslum við notkun á stærsta öreindahraðli heims, „Large Hadron Collider“. Hraðallinn liggur í 27 km löngum göngum við landamæri Frakklands og Sviss og komst í heimsfréttirnar á síðasta ári þegar efasemdamenn spáðu því að rannsóknirnar myndi valda heimsendi.

„LHCb er tilraun til þess gerð að rannsaka hvað það var sem gerðist eftir Miklahvell og varð til þess að efni gat enn verið til og myndað þann heim sem við byggjum í dag,“segir í lýsingu CERN. Rannsóknarstöðin fullyrðir að ekkert af því sem unnið er að innan veggja hennar væri hægt að nota í hernaðarlegum tilgangi.

CERN hefur unnið árum saman að byggingu öreindahraðalsins til að rannsaka upphaf heimsins. Starfsmaðurinn sem var handtekinn hefur unnið að verkefninu síðan árið 2003.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert