Evran endist í 15-20 ár

Jim Rogers, fjárfestir og hagfræðingur. Hann kom hingað til lands …
Jim Rogers, fjárfestir og hagfræðingur. Hann kom hingað til lands fyrir 11 árum á sérútbúnum Mercedes Benz. Hann ferðaðist ásamt unnustu sinni Paige Parker um heiminn. Kristján Kristjánsson

Alþjóðlegi fjárfestirinn og hagfræðingurinn Jim Rogers telur að líklegt að dagar evrunnar verði taldir eftir 15-20 ár. Hann telur einnig að gengi sterlingpundsins muni falla verulega á næstu árum. Þetta kom fram í viðtali CNBC fréttastofunnar við Rogers í dag. 

Rogers minnti á að menn hafi áður gert tilraunir með myntbandalög. Þær hafi mistekist og að evran muni ekki heldur standast.  Danski fréttavefurinn epn.dk rifjar í því sambandi upp Skandinavíska myntbandalagið frá 1873. Að því stóðu Svíþjóð og Danmörk og 1876 bættist Noregur við. 

Sem kunnugt er hafa efnahagsvandamál Grikkja valdið þrýstingi á evruna.  Rogers varaði við því að ef Evrópska myntbandalagið kæmi Grikkjum til hjálpar þá myndi það veikja grundvöll evrunnar. Í samtali við Worldwide Exchange kvaðst hann mundi láta Grikkland verða gjaldþrota. „Því þá myndu allir segja að evran sé alvöru gjaldmiðill.“

Rogers segir að sterlingspundið eigi í vanda vegna mikilla skulda breska ríkisins og gríðarlegs viðskiptahalla.

Þá segir Rogers að fjármál bandaríska ríkissjóðsins og sumar fasteignir í Kína séu þær bólur sem nú þenjast út í heiminum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert