Öskuskýið á leið til Kanada

Rýnt í upplýsingaskjái á flugvelli.
Rýnt í upplýsingaskjái á flugvelli.

Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli borist að austurströnd Kanada síðar í dag, að sögn bresku veðurstofunnar. Spákort sýna, að askan gæti verið yfir Nýfundnalandi klukkan 12 að íslenskum tíma.

Stærstur hluti öskuskýsins hefur borist með vindum í austurátt og yfir Evrópu og valdið gríðarlegum truflunum á flugsamgöngum þar. Öskuskýið, sem nálgast nú Kanada, er frekar lágt yfir jörðu og undir flughæð flestra flugvéla. Hins vegar gætu flugvélar þurft að fljúga í gegnum skýið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert