Vilja Grikki af evrusvæðinu

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands.
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands. Reuters

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, sagði í dag að áætlun um aðstoð frá ESB og AGS sé „ekki ánægjuleg“ en lífsnauðsynleg. Þær raddir gerast nú æ háværari í Þýskalandi sem krefjast þess að stjórnvöld í Aþenu íhugi að segja sig úr evrusvæðinu.

Papandreou óskaði í gær eftir aðstoð upp á 45 milljarða evra (7.720 milljarða króna). Grikkir eru fyrsta þjóðin á evrusvæðinu sem óskar eftir slíkri aðstoð. Aðstoðarbeiðni Grikkja þótti skyggja á fund fjármálaráðherra hjá AGS í Washington í dag.

Grikkir óskuðu eftir skjótum viðbrögðum frá ESB og AGS við hjálparbeiðninni. Hún olli hins vegar mikilli reiði í Grikklandi. Þar hefur gengið á með óeirðum og verkföllum vegna mikils niðurskurðar í útgjöldum hins opinbera.

Herman Van Rompuy, forseti ESB, sagði í yfirlýsingu í dag að þjóðir í Evrópska myntbandalaginu væru að stíga nauðsynleg skref til að geta veitt hinni skuldum vöfnu bræðraþjóð „skjóta aðstoð“.

Hinar 15 „evruþjóðirnar munu ákveða hve mikill stuðningurinnverður og skilyrði hans,“ sagði Van Rompuy. Hann sagði að þær hafi hafið nauðsynlegan undirbúning heimafyrir til að geta veitt Grikkjum aðstoðina.

Þjóðverjar þykja hafa sýnt aðstoðinni við Grikki nokkurt fálæti, þrátt fyrir fyrir heit Van Rompuy. Þýska hagkerfið er það stærsta í Evrópu. Þjóðverjar hafa sagt að einungis eigi að grípa til björgunaraðgerða ef stöðugleika evrunnar sé ógnað. Þær raddir verða sífellt háværari í Þýskalandi, bæði á meðal stjórnarliða og stjórnarandstöðu, að Grikkir eigi að hugleiða það að segja sig úr evrópska myntsamstarfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert