Forseti ESB vill eina efnahagsstjórn

Herman van Rompuy, forseti Evrópusambandsins.
Herman van Rompuy, forseti Evrópusambandsins. FARID ALOUACHE

Forseti Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, styður þá hugmynd að komið verði á einni efnahagsstjórn fyrir evrusvæðið eins og frönsk stjórnvöld hafa m.a. lagt áherslu á. Frakkar hafa lengi kallað eftir því að slíkt skref yrði tekið en það hefur til þessa mætt tortryggni hjá sumum af ríkjum sambandsins, einkum Þýskalandi stærsta efnahagsveldi þess.

Fram kemur í franska dagblaðinu Le Monde að Nikolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hafi þrýst á að komið verði á kerfi þar sem leiðtogar ríkja evrusvæðisins færu með efnahagsstjórn evrusvæðisins og nytu til þess stuðnings sérstaks embættismannakerfis.

Haft er eftir ónafngreindum embættismanna Evrópusambandsins að slík efnahagsstjórn þyrfti þó ekki nauðsynlega á sérstöku embættismannakerfi að halda heldur gæti þess í stað notið stuðnings þess kerfis sem leiðtogaráð sambandsins notast við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert