Andstaða við evruna eykst í Svíþjóð

Sænskar krónur.
Sænskar krónur.

Andstaða við upptöku evru hefur aukist í Svíþjóð á sama tíma og fleiri fréttir berast af erfiðleikum evru-ríkjanna. Samkvæmt könnun dagblaðsins Dagens Industri er 61% þeirra sem tóku þátt á móti þátttöku Svía í Myntbandalagi Evrópu. Einungis 25% vilja taka upp evruna og 14% eru hlutlausir.

Óttast Svíar að upptaka evru í stað krónu geti skaðað stöðu viðskiptalífsins.

Á síðasta ári voru hins vegar 49% fylgjandi upptöku evruá meðan 44% voru á móti og 9% hlutlaus.

Sjá frétt Dagens Industri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert