Segir ESB vilja íslensk mið en ekki skuldir

Nigel Farage, þingmaður á Evrópuþinginu. Myndin er tekin þegar Farage …
Nigel Farage, þingmaður á Evrópuþinginu. Myndin er tekin þegar Farage heimsótti Ísland í ágúst 2008 og flutti erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Valdís Þórðardóttir

„Íslenska þjóðin barðist ekki í þorskastríðunum til þess eins að opna fiskveiðilögsöguna sína auðmjúklega fyrir rányrkju Spánverja, Frakka og Hollendinga.“ Þetta er haft eftir Nigel Farage, þingmanni á Evrópuþinginu og talsmanni Breska sjálfstæðisflokksins, á heimasíðu flokksins. Hann hvetur Íslendinga til þess að hafna inngöngu í Evrópusambandið.

„Það er ánægjulegt að heyra að þeir séu meðvitaðir um hættuna, þeir þurfa ekki annað en að horfa á fiskistofna Bretlands til þess að sjá þær hörmungar sem Evrópusambandið mun kalla yfir þá og miðin þeirra,“ segir Farage og minnist á að 60% Íslendinga vilji ekki ganga í sambandið samkvæmt skoðanakönnunum.

„Það þarf ekki að velkjast í vafa um það, Evrópusambandið vill miðin þeirra. Það eru ekki skuldirnar þeirra sem sambandið sækist eftir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert