Mörg störf tapast við löndunarbann

Skotar og Englendingar eru ósáttir við makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga.
Skotar og Englendingar eru ósáttir við makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga.

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski, Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC fjallar um makríldeilu Íslendinga og Breta í dag og segir hana stefna í makrílstríð. Í fréttinni kemur fram að makríllinn sé mikilvægasti fiskistofn Skota. Skoskir sjómenn eru reiðir yfir einhliða ákvörðunum Færeyinga og Íslendinga um úthlutun makrílkvóta.

Emil Pedersen, skipstjóri á færeyska skipinu Jupiter, sagði að aðgerðir skoskra sjómanna sem meinuðu honum að landa makríl í Peterhead í Skotlandi 17. ágúst sl. hafi kostað hann um 400 þúsund pund.

BBC segir að sumir þykist kenna í þessu máli enduróm þorskastríða Íslendinga og Breta á síðustu öld. 

Frétt BBC um makrílstríð í uppsiglingu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert