Skólabörn fundu hrossakjöt í kebab

Hrossakjöt.
Hrossakjöt.

Þýsk skólabörn fundu hrossakjöt í kebab þegar þau rannsökuðu kjöt í kennslustund í líffræði. Atvikið kemur upp ári eftir að hrossakjötshneyksli skók Evrópu þar hrossakjöt var víða selt sem nautakjöt.

Uppgötvunin gerðu skólabörn í Bochum eftir að kennari þeirra vildi kenna þeim hvernig vísindamenn sannreyna kjöttegundir.

Hann keypti þrenns konar kebab, auk þess að kaupa hrossakjöt til þess að bera saman við nautakjötið sem átti að vera í kebaninu.

Að sögn Florian Schaller, kennara barnanna, var hugmyndin alls ekki að fletta ofan af öðru hrossakjötshneyksli, heldur að sína börnunum ólíka uppröðun sameinda eftir kjöttegundum.

Kebabið var keypt á þremur ólíkum stöðum. Sýnin voru ekki merkt sérstaklega eftir uppruna þeirra. Að sögn Schaller vissi hann því ekki hvert þessara þriggja sýna innihéldi nautakjöt.

Málið er til rannsóknar hjá yfirvöldum. 

The Local segir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert