Fjórtán stúlkum tókst að flýja

Nígerískar stúlkur í búðum flóttamanna sem flúið hafa átökin milli …
Nígerískar stúlkur í búðum flóttamanna sem flúið hafa átökin milli hryðjuverkasamtakanna Boko Haram og stjórnarhers Nígeríu. AFP

Fjórtán nígerískar skólastúlkur, sem voru í haldi íslamista úr Boko Haram hryðjuverkasamtökunum, flúðu á brott í nótt. Þar með hafa 44 af þeim 129 stúlkum sem íslamistarnir numdu á brott úr skóla sínum sloppið.

Enn er 85 saknað, eftir því sem fram kemur í frétt AFP.

Herinn hélt því upphaflega fram að aðeins átta af stúlkunum væru enn í haldi en hinar komnar öruggar heim til síns. Það var hins vegar leiðrétt og sagði embættismaðurinn Unua Kubo við fjölmiðla í morgun að enn væri 85 saknað.

Hópur íslamista kom í skjóli nætur að skólanum og smalaði á annað hundrað stúlkum upp á vörubíla og ók með þær á brott. Að því loknu kveiktu þeir í mörgum húsum í þorpinu þar sem skólinn er. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr höfðu meðlimir Boko Haram-skæruliðasamtakanna, gert eina mannskæðustu árás síðari tíma í Nígeríu í höfuðborginni Abuja. 75 manns féllu í árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert