Abdullah leiðir í Afganistan

Abudullah Abdullah, fyrrverandi utanríkisráðherra Afganistan.
Abudullah Abdullah, fyrrverandi utanríkisráðherra Afganistan. AFP

Abdullah Abdullah, fyrrverandi utanríkisráðherra Afganistans, hefur forystu þegar búið er að telja helming atkvæðanna í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í byrjun aprílmánaðar.

Abdullah er með 44,4% atkvæða og hefur því aukið fylgi sitt en þegar fyrstu tölur voru birtar var hann með um 41,9% atkvæða. Andstæðingur hans, Ashraf Ghani, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur næst á eftir með 37,6%.  Þriðji er Zalmai Rassoul, fyrrverandi utanríkisráðherra, með um 11% atkvæða. Sjö voru í framboði, að því er segir í frétt AFP.

Áformað er að endanleg úrslit kosninganna muni liggja fyrir 24. apríl næstkomandi. Fái enginn frambjóðandi hreinan meirihluta atkvæða þá verður kosið aftur milli tveggja efstu í maímánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert