Franskir blaðamenn lýsa upplifun sinni

Frönsku blaðamennirnir fjórir, sem sleppt var úr haldi í Sýrlandi fyrr í vikunni hafa nú lýst aðstæðunum sem þeir bjuggu við í prísundinni. Þeir segja að þeir sem héldu þeim föstum hafi verið öfgatrúarmenn og nokkrir þeirra hafi verið franskir ríkisborgarar. 

„Þetta var löng lífsreynsla, en við misstum aldrei vonina,“ sagði Didier Francois, einn blaðamannanna. Hann segir þá hafa verið lokaða inni í kjallara í nokkra mánuði í senn án þess að fá að sjá sólarljós. Þá voru blaðamennirnir hlekkjaðir saman í um tvo mánuði. 

Blaðamönnunum var rænt í júní í fyrra á leið þeirra til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Tyrkneskir hermenn fundu blaðamennina fyrir tilviljun á föstudaginn á afskekktu svæði í Tyrklandi, men bundið fyrir augun. Francois Hollande, forseti Frakklands heldur því staðfastlega fram að Frakkar hafi ekki greitt lausnarfé fyrir mennina. „Ríkið greiðir aldrei lausnarfé. Við höfum hins vegar lengi verið í viðræðum við þá sem héldu þeim föngnum um að sleppa þeim lausum. Öll samskipti okkar voru eins og í eðlilegum samningaviðræðum,“ segir Hollande en enn eru tveir frakkar í haldi skæruliðahópsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert