Armani greiðir skattskuld

Giorgio Armani greiddi skattskuld.
Giorgio Armani greiddi skattskuld. AFP

Hönnuðurinn Giorgio Armani féllst í síðustu viku á að greiða ítalska ríkinu 270 milljónir evra, eða því sem nemur 41 milljarði króna.

Skattskuldina má rekja til áranna 2002 -2009 þegar dótturfélög í eigu Giorgio Armani voru skráð í skattaskjólum utan Ítalíu. Armani mótmælti í fyrstu kröfum ríkisins harðlega en málið endaði með samningum og fór ekki fyrir dómstóla.

Giorgio Armani er nú 79 ára en hann stofnaði fyrirtæki sitt árið 1974. Samkvæmt Forbes tímaritinu veltir það 1,2 milljarði evra árlega, eða því sem nemur 186 milljörðum íslenskra króna.

Eignir Armani sjálfs eru taldar nema rúmum 6 milljörðum evra eða því sem nemur tæpum 950 milljörðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert