Bretar drekka betur en áður

Ungt fólk í Bretlandi á síður efni á því að …
Ungt fólk í Bretlandi á síður efni á því að kaupa sér áfengi. AFP

Færri þurfa á læknisaðstoð að halda í kjölfar atvika sem leiða má til áfengisdrykkju í Bretlandi nú en áður samkvæmt nýrri rannsókn háskólans í Cardiff. Hefur fjöldi þeirra sem þarf á læknisþjónustu að halda í kjölfar slíkra atvika fallið nær stöðugt frá árinu 2001. Hlutfallið féll um 12 % á milli septembermánauða árin 2012 og 2013. 

Skýrsluhöfundar telja ástæðuna vera þá að færri drekka mikið áfengismagn í einu en áður. 

Jonathan Shepard, sem stýrði rannsókninni, segir að breytt drykkjumenning og dýrara áfengisverð megi þakka þessa þróun. „Fólk á aldrinum 18-30 ára, sem helst þarf læknisaðstoð vegna atvika tengd áfengisdrykkju, á síður efni á því að kaupa sér áfengi,” segir Jonathan.

Gögn í rannsóknina fengust frá bráðaþjónustum 117 spítala á Bretalandi.  

Samhliða er bent á það í niðurstöðum rannsóknarinnar að ofbeldisglæpum fækkaði um 13% frá því í september árið 2012 til sama mánaðar árið 2013. 

AFP segir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert