Fjögurra daga gíraffi drapst

Þórarinn Jónsson tók þessa mynd af litla gíraffanum í Kaupmannahöfn …
Þórarinn Jónsson tók þessa mynd af litla gíraffanum í Kaupmannahöfn er hann var aðeins dagsgamall. Ljósmynd/Þórarinn Jónsson

Fjögurra daga gíraffi drapst í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Ekki er enn ljóst hvert banameinið var.

Í síðustu viku kom lítill gíraffi í heiminn í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. En hann lifði ekki lengi og drapst á sunnudag.

Gíraffinn virtist sprækur í fyrstu. Dýrahirðarnir töldu ekkert óvenjulegt á seyði. Dauði hans verður rannsakaður.

Dýrahirðir sem danska ríkisútvarpið ræðir við segir að ekki sé óalgengt að dýr drepist fyrstu vikuna eftir að þau fæðast. „Það á við um öll dýr, allt frá músum til fíla,“ segir hann.

Dýragarðsyfirvöld í Kaupmannahöfn voru harðlega gagnrýnd fyrr á árinu fyrir að aflífa og skera niður gíraffann Maríus. Ljónin fengu svo að gæða sér á gíraffanum. Ljónin fá hins vegar ekki að gæða sér á hræinu af litla gíraffanum.

Frétt mbl.is: Sum dýr jafnari en önnur

Lítill gíraffi í dýragarðinum í Madríd. Honum heilsast vel.
Lítill gíraffi í dýragarðinum í Madríd. Honum heilsast vel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert