Obama gæddi sér á sushi

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lenti í Tókýó í dag en hann mun nýta næstu daga til þess að styrkja tengsl Bandaríkjanna við Asíu.

Töluverð ólga er nú á svæðinu þar sem stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa talið líklegt að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa kjarnorkusprengingu neðanjarðar í tilraunaskyni.

Obama hóf ferðina þó á léttari nótum þar sem hann fór út að borða með forsætisráðherra Japan, Shinzo Abe, skömmu eftir lendingu á agnarsmáum afskekktum sushi veitingastað í Tókýó.

Einungis örfá sæti eru á veitingastaðnum sem hlotið hefur þrjár Michelin stjörnur. Eigandi staðarins er hinn 88 ára gamli Jiro Ono, sem heimsþekktur er á meðal matgæðinga fyrir einstaka eldamennsku. Ono leyfi Obama ekki frekar en öðrum kúnnum að velja sér rétt af matseðlinum þar sem hann velur ávallt réttina fyrir þá. Hver réttur kostar frá um 33 þúsund krónur.

Staðurinn þykir ekki mjög glæsilegur í útliti en hann er í kjallara gamallar byggingar sem tengd er neðanjarðarlestarstöð.

Obama sagði aðspurður eftir máltíðina að um verulega gott sushi hefði verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert