Stjórnlaus lest fór útaf sporinu

Ofhlaðin farþegalest á leið um Austur-Kongó. Myndin er úr safni.
Ofhlaðin farþegalest á leið um Austur-Kongó. Myndin er úr safni. AFP

Að minnsta kosti 37 létu lífið er farþegalest fór út af sporinu í Austur-Kongó í dag. Verið er að rannsaka tildrög slyssins. Lögreglan óttast að fleiri hafi látist. 

Talsmaður lögreglunnar segir að hugsanlega hafi vél lestarinnar bilað. Lestin var á ógnarhraða er hún fór út af sporinu og virtist stjórnlaus. Slysið varð í Kamina í Hatanga-héraði í suðurhluta landsins. 

Samgöngumálaráðherra og heilbrigðisráðherra landsins eru nú á leið á slysstað.

Alþjóðabankinn stendur nú straum af kostnaði við að laga lestarkerfi landsins. 

Lestarslys eru nokkuð algeng í Austur-Kongó. Á síðustu árum hefur kerfinu lítið verið viðhaldið vegna þeirrar óaldar sem er í landinu. 

Belgar sem höfðu yfirráð í Austur-Kongó til ársins 1960 byggðu lestarkerfið á sínum tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert