Guantánamo-flói er skrítinn staður

Guantánamo-flói á Kúbu hefur helst verið í fréttum undanfarin tólf ár vegna fangabúða Bandaríkjahers sem þar eru. Enn í Guantánamo-flói, eða Gitmo, hafa Bandaríkin haldið úti flotastöð frá 1903 og fjögur þúsund Bandaríkjamenn búa þar í dag, bæði hermenn og fjölskyldur þeirra.

Franska fréttaveitan AFP leit í heimsókn á flotastöðina í flóanum nýverið og á meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtöl við útvarpsmenn á Radio GTMO, en þeir eru svo gott sem einu starsfmenn hersins sem mega koma fram opinberlega. Í flóanum má einnig finna eina McDonalds-stað Kúbu, írska krá sem einnig er Pizza Hut-staður og Bluckbuster-myndbandaleigu.

Lesa má um sögu flotastöðvar Bandaríkjahers í Guantánamo-flóa á Vísindavef Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert