Skaut og drap þrjá lækna

Lögreglumaður myrti í dag þrjá bandaríska heilbrigðisstarfsmenn þar sem þeir voru við störf á CURE International sjúkrahúsinu í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Lögreglumaðurinn sem er afganskur reyndi að svipta sig lífi í kjölfarið en mistókst ætlunarverkið og var tekinn höndum.

Sjúkrahúsið CURE er rekið af bandarískum góðgerðarsamtökum og leita meira en þrjátíu þúsund manns þangað á ári hverju í Kabúl. Ekki er vitað hvers vegna lögreglumaðurinn, sem stóð vörð við sjúkrahúsið, hóf skothríð en árásir Afgana á útlendinga í landinu hafa færst í vöxt á undanförnum mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert