Win Tin borinn til grafar

Blaðamaðurinn Win Tin, sem sat í nítján ár í fangelsi fyrir skrif sín og andstöðu við herforingjastjórnina í Búrma, var í gær borinn til grafar. Honum fylgdu þúsundir manna og ríkir mikil sorg í landinu vegna fráfalls eins dáðasta mannréttindafrömuðar Búrma.

Win Tin lést aðfaranótt mánudagsins síðastliðins, 84 ára að aldri. Hann var góður vinur Aung San Suu Kyi, stjórnarandstöðuleiðtogans í Búrma, en þau störfuðu saman í Lýðræðishreyfingunni. Herforingjastjórnin í landinu handtók Win Tin árið 1989 og var honum haldið í fangelsi til ársins 2008.

Frétt mbl.is: Boðar byltingu hugarfarsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert