Gagnvirk teikning af farþegum MH17

Mynd af Twittersíðu Wall Street Journal

Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hefur útbúið gagnvirka teikningu, sem útlistar alla þá sem ferðuðust um borð í flugi MH17 sem var skotin niður á fimmtudaginn. Talið er að vélin hafi verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum, hliðhollum Rússum.

Á teikningunni má sjá hvar fólk sat í vélinni og með hverjum það ferðaðist. Þannig sést að þeir sem sátu í sætum 4D, F, G, og sætum 5D og G ferðuðust saman.

Enn er verið að rannsaka hvað grandaði vélinni. Flugritar vélarinnar eru komnir í hendur malasískra stjórnvalda, sem annast rannsóknina.

Teikning Wall Street Journal

Skjáskot af gagnvirkum vef Wall Street Journal
Skjáskot af gagnvirkum vef Wall Street Journal WSJ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert